Gott að vita

Gott að vita

Fyrir þau sem hafa ekki komið til Tenerife eða Kanaríeyja áður, getur verið gott að lesa aðeins um við hverju er að búast. Við höfum tekið saman það helsta hér, þar á meðal flugtíma og það sem er gott að kaupa fyrsta daginn.

Fólk sem ferðast með ung börn og hefur ekki komið til Tenerife eða Kanaríeyja áður, gæti fundið gagnleg ráð hér. Þar á meðal er farið yfir svæði og hótel sem foreldrar mæla með að vera á með börn. Það er tækjaleiga á Tenerife þar sem er hægt að leigja kerrur og fleira.

Í neyðartilfellum er hringt í 112, alveg eins og á Íslandi. Í hlutanum Öryggi & neyðartilvik er farið betur yfir ýmislegt sem varðar kortagreiðslur og fleira.