Gott að vita
Fyrsta daginn
Fyrir þau sem hafa ekki komið til Tenerife eða Kanaríeyja áður, getur verið gott að lesa aðeins um við hverju er að búast. Hér er samantekt yfir greinar sem dekka það helsta. Þar á meðal flugtíma og hvað er gott að kaupa fyrsta daginn.
Bestu svæðin
Vinsælustu svæðin á Tenerife eru á Suður-Tenerife, nánar tiltekið í Adeje og á Amerísku ströndinni (Arona). Einnig strendurnar á Tenerife, verslanir í Adeje og Amerísku ströndinni.
Næst vinsælustu staðirnir eru til dæmis borgirnar Santa Cruz og Puerto de la Cruz. Hér eru meiri upplýsingar um norðurhluta Tenerife. Ef ykkur langar í skoðunarferðir, leigja skútu eða skoða stjörnurnar frá hæsta tindi Tenerife, eru nokkrar spennandi ferðir hér.
Fjölskyldur með börn
Þið sem eruð að ferðast með ung börn, gætuð fundið gagnleg ráð í greinunum ferðast með ungbörn, ferðast með börn. Sérstaklega ef þið hafið ekki komið til Tenerife eða Kanaríeyja áður. Þar á meðal er farið yfir svæði og hótel sem aðrir foreldrar hafa mælt með að vera á með börn. Á Tenerife er tækjaleiga og þar er hægt að leigja kerrur, ferðarúm og fleira.
Óvænt atvik
Í neyðartilfellum er hringt í 112, alveg eins og á Íslandi. Í hlutanum Öryggi & neyðartilvik er farið betur yfir viðbrögð við óvæntum veikindum, þjófnaði og þess háttar. Og svo er íslenskur hjúkrunarfræðingur með þjónustu fyrir íslenska ferðamenn á Tenerife.