Leigðu ljósmyndara

Leigðu ljósmyndara

Það segir sig sjálft að eyja sem er annað hvort kölluð paradís eða eyjan fagra, hljóti að vera mjög myndræn. Tenerife býður upp á stórkostlegt útsýni, sólarlag og sólarupprás. Sé farið út fyrir bæina sést dökkgræn náttúra, bert eldfjallasvæði og allt þar á milli. Eyjan er algjör draumur fyrir ljósmyndara, enda eru margir ljósmyndarar búsettir á eyjunni. Nokkrir þeirra starfa við það að taka myndir við ýmis tilefni. Til dæmis myndatökur fyrir brúðkaup, fjölskylduhittinga, eða fyrir ferðafólk.

Hér eru nokkrir þeirra sem hafa fengið góð meðmæli. Þetta er í gegnum örugga síðu sem Tenerife.is er í samstarfi við. Til að fá meiri upplýsingar um einhvern af þessum ljósmyndurum, er nóg að smella á þann sem ykkur líst best á.