Flug til Tenerife

Fjölmargir hafa verið að velta fyrir sér hvaða flugfélög komi til með að fljúga milli Íslands og Tenerife eftir allar breytingarnar sem hafa orðið á ferðaiðnaðinum síðastliðið ár. Hér eru þeir rekstraraðilar sem vitað er til að muni fljúga til Tenerife á þessu ári. Dæmi um verð á flugi til Tenerife 2021 miðast við bókunarvélar þessara aðila þann 2. maí.

Ferðaskrifstofurnar Heimsferðir, Plúsferðir, VITA, og Úrval Útsýn bjóða allar upp á pakkaferðir til Tenerife í sumar og næsta vetur. Verðin eru fjölbreytt og fara almennt eftir verðflokki þess hótels sem valið er. Flestar ferðaskrifstofurnar bjóða einnig stök flugsæti.

Nýlega bárust þær fréttir að Icelandair sé að hefja beint flug til Tenerife í fyrsta sinn, en áður hefur félagið tekið þátt í leiguflugi fyrir aðra. Fyrsta áætlunarflug þeirra til Tenerife fór í loftið 1. maí 2021 og Icelandair ætlar sér að fljúga vikulega til Tenerife frá og með maí. Við fylgjumst spennt með fréttum frá þeim. Einnig hefur frést að nýja flugfélagið Play ætli að fljúga til Tenerife.

Norska flugfélagið Norwegian Air hóf beint flug til Tenerife frá Íslandi í lok október 2019 en vegna Covid-19 er óljóst hvenær verður aftur hægt að fljúga með þeim til Tenerife.

Til að leita að öðrum flugfélögum, hótelum, bílaleigubílum og fleiru er til dæmis hægt að nota íslensku leitarvélina Dohop.

Tenerife er tilvalið fyrir útivist að vetri til