Flug til Tenerife

Fjölmargir hafa verið að velta fyrir sér hvaða flugfélög komi til með að fljúga á milli Íslands og Tenerife eftir allar breytingarnar sem hafa orðið á ferðaiðnaðinum síðastliðið ár. Hér eru þeir rekstraraðilar sem Íslendingar geta ferðast með til Tenerife á þessu ári.

Fólk í fjallgöngu á Tenerife

Pakkaferðir

Ferðaskrifstofurnar Heimsferðir, Plúsferðir, VITA, og Úrval Útsýn bjóða allar upp á pakkaferðir til Tenerife. Verðin eru fjölbreytt og fara almennt eftir verðflokki þess hótels sem valið er. Flestar ferðaskrifstofurnar bjóða einnig stök flugsæti, fyrir þau sem vilja ferðast til Tenerife á eigin vegum.

Nýjung í beinu flugi til Tenerife

Í vor bárust þær fréttir að Icelandair væri að hefja beint flug til Tenerife í fyrsta sinn. Áður hafði félagið tekið þátt í leiguflugi fyrir aðra. Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife fór í loftið þann 1. maí 2021 og áætlað er að flogið verði vikulega milli Íslands og Tenerife. Einnig hefur nýja flugfélagið Play hafið beint flug til Tenerife.

Hjá ferðaskrifstofum er yfirleitt í boði að kaupa stakar flugferðir.

Norska flugfélagið Norwegian Air hóf beint flug til Tenerife frá Íslandi í lok október 2019 en vegna Covid-19 er óljóst hvenær verður aftur hægt að fljúga með þeim til Tenerife.

Sjá reglur fyrir farþega til Tenerife og Kanaríeyja hér.

Ferðast á eigin vegum

Til að leita að öðrum flugfélögum og hótelum mælum við með að nota leitarvélina Booking, sem er á íslensku.