Google maps

Google maps

Gott er að skoða staðsetningu gististaðar á Google maps, finna nálæga matvöruverslun, veitingastaði, apótek og annað sem þið teljið ykkur þurfa þegar þið komið út. Það er gert með því að fara inn á maps.google.com og gera eftirfarandi:

  • Slá inn heimilisfangið á gististaðnum.
  • Þegar staðurinn sést á kortinu á að vera dálkur vinstra megin á síðunni, með blárri stiku. Beint fyrir neðan stikuna stendur „Nearby“ eða „Nálægt“ og það á að smella á.
  • Þá opnast leitargluggi þar sem þið skrifið t.d. „supermarket“ og ýtið á enter.
  • Rauð merki birtast fyrir allar matvöruverslanir sem eru nálægt heimilisfanginu sem þið slóguð inn.
  • Það sama er hægt að gera til að finna veitingastaði (restaurant), apótek (pharmacy eða farmacia), strætó (TITSA), leigubíl o.s.frv.

Neðst til hægri eru + og – merki sem eru notuð til að stækka og minnka kortið eftir þörfum. Til að færa allt kortið þarf að halda músinni niðri og draga.

Aðalferðamannasvæðið er neðst hjá Los Cristianos og Costa Adeje