Strætó

Hægt er að ferðast með almenningsvögnum (autobús/TITSA) um alla eyjuna og það er t.d. hægt að taka strætó upp á El Teide. Ferðir eru á 15-40 mínútna fresti og tímaáætlanir eru á netinu og á stoppistöðvum. Vagnarnir eru snyrtilegir og nútímalegir, og það eru hillur inni í vögnunum fyrir ferðatöskur.
Á heimasíðu TITSA er hægt að gera ferðaáætlun. Dæmið hér fyrir neðan er frá Playa de las Américas til Decathlon verslunarinnar í Santa Cruz (sem er á sama stað og verslunarmiðstöðin).
Smellið HÉR til að fara á heimasíðu strætó á Tenerife. Síðan er á ensku og spænsku. Ef þið skiljið spænsku þá er til app þar sem er hægt að kaupa miða og fá upplýsingar um ferðir. Smellið HÉR til að skoða appið fyrir Android síma eða leitið að ten+móvil í app store fyrir iPhone.

