Hjólabrettagarðar

Það eru nokkrir staðir á Tenerife með flotta aðstöðu fyrir hjólabretti. Þeir eru flestir rétt fyrir utan aðal ferðamannasvæðið og þarf því annað hvort að hafa bílaleigubíl eða taka strætó til að komast þangað. En það er einn brettastaður á Amerísku ströndinni, Skatepark Las Américas (rétt hjá Tigotan hótelinu).

Næst Amerísku ströndinni & Adeje

Rétt hjá flugvellinum eru þrír brettastaðir. Einn sá nýjasti er Skatepark San Miguel (við hraðbrautina í áttina að Golf del Sur). Annar er í Costa del Silencio og sá þriðji er í El Médano. Nákvæmar staðsetningar er hægt að sjá hér á Google maps.

Brettagarðurinn Skatepark Adeje er mitt á milli Playa del Duque og Playa Abama.

Santa Cruz

Í höfuðborginni Santa Cruz eru nokkrir brettastaðir, þar á meðal einn flottasti hjólabrettagarður Tenerife, La Granja, sjá kort. Það er lítið mál að taka strætó þangað frá ferðamannasvæðinu.

Alcalá

Á norðvestur Tenerife, í bænum Alcalá, eru tveir brettagarðar. Skatepark Alcalá og BMX-garðurinn Parque skate. Skatepark Alcalá fær mjög góð ummæli. Hér er myndband sem sýnir garðinn.

Hjólabrettagarðurinn í Alcalá á Tenerife