Hótel

Hér geturðu bókað hótel eða íbúð

Fjölmargir gististaðir standa fólki til boða og það getur verið erfitt að finna rétta staðinn. Til að einfalda ykkur leitina hefur Tenerife.is hafið samstarf við Booking. Leitarvélin þeirra gerir fólki kleift að þrengja leitina þannig að auðveldara sé að velja gististað, hvort sem fólk sækist eftir hóteli eða íbúð.

Í leitarvélinni er til dæmis hægt að leita eftir staðsetningu, verðflokki, stjörnugjöf gesta, hvort hótelið sé með barnasvæði eða jafnvel eingöngu fyrir fullorðna, hvort nettenging sé í boði, líkamsrækt og margt fleira. Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim hótelum sem flestir ferðalangar hafa mælt með.

Hjá Booking er hægt að bóka gistingu og borga seinna. Það er líka stór plús að leitarvélin er á íslensku.

Booking.com

Hvar er best að vera?

Vinsælustu ferðamannastaðir Tenerife eru Ameríska ströndin, Torviscas og Fañabe (Adeje), Los Cristianos (gamli bærinn), og El Duque-ströndin. Aðrir vinsælir staðir sem eru með aðeins færri túristum eru til dæmis El Médano (aðeins lengra en gamli bærinn), og Puerto de Santiago (á vesturhluta Tenerife).

Vinsælustu borgirnar á norðurhluta Tenerife eru Santa Cruz (höfuðborgin), La Laguna, og Puerto de la Cruz. Það eru fjölmargir fallegir bæir um alla eyjuna sem eru ekki taldir upp hér, og við hvetjum ykkur til að skoða eyjuna og finna ykkar uppáhaldsstaði.

Nokkur af bestu hótelum Adeje & Playa de las Americas, að mati ferðafólks

Gran Oasis er eitt besta hótelið á Amerísku ströndinni

Á hvaða hóteli er best að vera með börn?

Við höfum sett saman leit til að einfalda fólki að finna bestu hótelin á Tenerife fyrir fjölskyldur með börn. Hótelin eru á Amerísku ströndinni og Adeje-svæðinu. Leitarvélin er á íslensku: Listi yfir bestu hótelin.

Þessi hótel eru með leikvöll og krakkaklúbb, og fá háa einkunn hjá þeim sem hafa verið þar með börn. Það eina sem þarf að gera til að sjá verð fyrir gistingu er að velja dagsetningu, fjölda gesta og aldur barna.

Leiksvæði barna

Margar íslenskar fjölskyldur hafa mælt með þessum hótelum fyrir börn; HD Parque Cristobal og Parque Santiago III (á myndinni til vinstri). Þau eru bæði á Amerísku ströndinni.

Parque Santiago hótelin eru við Laugaveginn og þaðan er örstutt í Vistas-ströndina (þessa stóru). Á efri myndinni sést barnaleiksvæðið á Tagoro-hótelinu í Adeje.

Nálægð við verslanir og Siam Park

Frá Amerísku ströndinni og Adeje er aðeins um 5-10 mínútna akstur að Siam Park vatnsrennibrautagarðinum og verslanamiðstöðinni Siam Mall. Matvöruverslanir eru yfirleitt ekki langt undan, oftast tekur ekki meira en 5 mínútur að skutlast í næstu búð. Ef þið verðið ekki með bílaleigubíl eða í göngufæri við matvörubúð þá er samt auðvelt að versla í matinn vegna þess hvað það er ódýrt að taka leigubíla á Tenerife.

Parque Santiago III er með lokuðum vatnsrennibrautagarði fyrir börn

Meira um suðurhlutann og strendurnar

Sjá einnig Suður-Tenerife til að fræðast meira um strendurnar og helstu staði á ferðamannasvæðinu. Fyrir ykkur sem eruð að hugsa um að leggjast í vetrardvala á Tenerife er líka gott að lesa Hvar er best að búa og Langtímaleiga.

Beint flug frá Íslandi

Það eru nokkur flugfélög að fljúga beint á milli Íslands og Tenerife. Flestar ferðaskrifstofurnar bjóða bæði upp á pakkaferðir og stök flugsæti. Hér er allt um það.

Viltu læra meira um strendurnar og hver helsti munurinn á Adeje og Amerísku ströndinni er?

Hvar er best að leita að íbúð í langtímaleigu á Tenerife eða Kanaríeyjum?

Suður eða norður eða einhvers staðar þar á milli. Það getur verið erfitt að velja rétta staðinn.