Blómahátíðin Corpus Christi

Blómahátíðin Corpus Christi

Hátíðin Corpus Christi er haldin í byrjun júní ár hvert, fyrsta sunnudag eftir hvítasunnu. Þá er gamli bærinn í La Orotava „teppalagður” með blómum og listaverkum úr sandi. Þetta krefst mikils undirbúnings og nákvæmni og útkoman er stórkostleg. Það eru að stórum hluta karlmenn sem eiga heiðurinn af skreytingunum. Þjóðdansar eru líka sýndir.

Blómabærinn La Orotava

Listaverk úr sandi eru á torginu fyrir framan ráðhúsið í La Orotava. Sandurinn er úr El Teide-þjóðgarðinum og fjöldi listamanna sér um gerð sandlistaverkanna.