Agatha Christie Festival

Agatha Christie hreifst mjög af Puerto de la Cruz á norður-Tenerife, þegar hún kom þangað árið 1927. Sagt er að hún hafi komið þangað á flótta undan blaðamönnum sem sátu um hana eftir að hún hafði látið sig hverfa í 11 daga. Og eins og Agöthu Christie sæmir, flúði hún fjölmiðla á gufuskipi. Hún kom til Tenerife ásamt 12 ára dóttur sinni og ritara sínum. Þær gistu á hótelinu Gran Hotel Taoro sem nú er búið að loka.

Annað hvert ár er haldin sýning til heiðurs henni í Puerto de la Cruz. Það stóð til að halda þá næstu í október 2021 en enn á eftir að koma í ljós hvort það standi. Sýningin er á ensku og spænsku.

Bókina „The Man from the Sea“ skrifaði Agatha Christie í bænum Puerto de la Cruz. Villa La Paz, sem hún skrifar um, stendur enn og er í dag friðað.

Vitað er að Agatha Christie fékk hugmyndina að bók sinni „The Mysterious Mr Quin“ í Orkídeugarðinum í Puerto de la Cruz, Jardin de Orquideas de Sitio Litre. Garðurinn er frá byrjun 18. aldar og var áður í einkaeigu. Þangað kom fræga fólkið í garðveislur, sem var í fríi á Tenerife.