Um Tenerife.is

Um Tenerife.is

Markmið síðunnar er að kynna Íslendingum fyrir öllu því helsta sem Tenerife hefur upp á að bjóða. Heimasíðan var upphaflega hugsuð sem leiðsögn fyrir fjölskyldu og vini. En verkefnið vatt aðeins upp á sig þegar ljóst var að mikil eftirspurn var eftir efni um Tenerife á íslensku.

Tenerife.is er fyrsta íslenska upplýsingasíðan um eyjuna. Frá því að heimasíðan fór í loftið 2017, hefur hún fengið yfir 250.000 heimsóknir, að mestu leyti innanlands. Tenerife.is á því einhvern þátt í því að fjölmargir Íslendingar hafa kynnst þessari fallegu eyju við vesturströnd Afríku.

Auglýsingar

Hafir þú áhuga á að kaupa auglýsingapláss á síðunni, er hægt að hafa samband í tölvupósti til tenerife@tenerife.is eða bóka auglýsingu í gegnum Púls media.

Kynningar

Tenerife.is er sjálfstæð upplýsingasíða og ekki tengd ferðaskrifstofum. Kynningar á fyrirtækjum og viðburðum á síðunni eru hér vegna meðmæla ferðafólks. Fyrirtækin hafa ekki greitt fyrir þær kynningar á neinn hátt. (Undantekningar á því eru auglýsingaborðar.) Bókunartenglar á hótel og ferðir eru í samstarfi við Booking og Viator.

Hafa samband

Athugið að þar sem þetta er ekki ferðaskrifstofa, er bara hægt að svara fyrirspurnum sem tengjast ekki bókun á ferðum, íbúðum eða flugi. Sé um að ræða almennar fyrirspurnir um eyjuna og ferðir, er hægt að nota leitartáknið efst og neðst á síðunni. Eða setja inn fyrirspurn í Tenerife spjallið á Facebook.

Það er hægt að senda skilaboð í gegnum síðu Tenerife.is á Facebook eða með tölvupósti til tenerife@tenerife.is.

Höfundarréttur

Heimasíðan er í eigu Lítil skref ehf, kt. 410916-0370. Vefstjóri er Berglind Baldursdóttir.

Ekki er leyfilegt að taka texta af síðunni án leyfis. Það á við um texta sem er tekinn beint eða umorðaður, hvort sem vísað er í heimild eða ekki. Eina undanþágan frá þessu er stuttur texti, (hámark 30 orð), sem er notaður í kynningu eða frétt og vísað í Tenerife.is sem heimild.

Vinsamlegast virðið höfundarrétt. Sé það ekki gert, verður viðkomandi sendur reikningur, sem miðast við umfang og sérhæfingu textans sem um ræðir.