Djammið

Pöbbar og veitingastaðir eru á hverju strái á Amerísku ströndinni. Ef þið eruð að leita að djammi þá er aðalsvæðið hverfið fyrir ofan Sol Tenerife hótelið en pöbbar og staðir með lifandi atriðum á Calle México. Svæðið er oftast kallað Veronica’s strip.

Papagayo Beach Club er einn vinsælasti strandbarinn á Amerísku ströndinni. Hann er rétt hjá Sol Tenerife hótelinu.

Ameríska ströndin er fræg fyrir næturlífið
Monkey Beach Bar er mjög vinsæll

Tramps the King of Clubs ef þið viljið dansa til morguns, Magic Bar fyrir kokteila og fínheit, Brewers Droop ef þið viljið flottan breskan pöbb og  rokkbarinn Sax Bar fyrir lifandi rokktónlist og frábæra þjónustu.

Tramps er á Veronicas á Amerísku ströndinni

Crystals Palace er kabarett/drag-sýning sem fær frábæra dóma (nr. 1 á Trip advisor). Er á Calle México við hliðina á H10 Las Palmeras hótelinu og Sax Bar. Crystals Bar er líka með karókí.

Kaluna Beach er með sundlaugapartí og fleira
Booking.com

Adeje

Adeje býður upp á gott næturlíf líka en ekki alveg jafn kröftugt og á Amerísku ströndinni. The Pub Tenerife og Moonlight Bar fá t.d. góða dóma en Kaluna Beach Club stendur upp úr varðandi fjölbreytni, viðburði og flottheit. Meðal viðburða eru plötusnúðarsundlaugapartí og froðupartí. Kaluna er bar, veitingastaður og sólbaðsstaður þar sem er hægt að panta sólbekk við sundlaugina (passið að vera ekki nálægt hátölurunum!) eða tríta sig með VIP kofa á ströndinni.

Aðaldjammið á Tenerife er karnivalið í febrúar og mars