Almogrote uppskrift

Einn af sérréttum Kanaríeyja er almogrote, mauk þar sem uppistaðan er geitaostur. Það er notað sem álegg á brauð og kex.

  • 150 gr saltaður geitaostur
  • 2-3 rauðir miðlungsstórir tómatar, mjög rauðir
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1/4 lítil rauð paprika eða 1/2 eldpipar
  • Jómfrúrolía
  • Salt
  • 1 tsk paprikuduft (má sleppa)

Byrjið á að hita ofninn í 200°C.

Skolið tómatana, fjarlægið stilkinn, skerið lítinn kross í efri hlutann. Flysjið hvítlaukinn og setjið hann og tómatana á ofnplötu. Sáldrið ólífuolíu yfir ásamt paprikudufti (má sleppa). Setjið ofarlega í 200°C heitan ofn í 25-30 mínútur.

Meðan þetta er í ofninum, takið utan af ostinum, skerið hann í ferninga og myljið með saxi, rifjárni eða í matvinnsluvél.

Takið tómatana og hvítlaukinn úr ofninum þegar þeir eru tilbúnir og látið kólna aðeins. Bætið ostinum, papriku eða eldpipar saman við, smávegis ólífuolíu og salti til að bragðbæta og blandið saman þar til maukið er orðin fíngert.