Tungumálið

Merki fyrir tungumála appið Duolingo

Þegar Kanaríeyjar voru færðar undir spænsku krúnuna fyrir rúmum 600 árum, komu fyrstu embættismennirnir og fylgdarlið að mestu með skipum frá Andalúsíu-héraði á Spáni. Fyrstu nýju íbúarnir voru því flestir frá Andalúsíu. Þar er töluð mállýska sem heitir kastilíska (castilian/catalán). Kanareyska spænskan sem er töluð í dag, er mjög lík kastilísku sem er töluð í Vestur-Andalúsíu.

Spænskan sem er töluð á Tenerife er undir miklum áhrifum frá Karíbaeyjunum. Mikið var um brottflutninga frá Kanaríeyjum til Karíbaeyjanna og þá sérstaklega á nýlendutímanum (800-500 f. Kr.). Þess vegna hefur tungumálið þróast mikið gegnum aldirnar. Berber-tungumál frumbyggjanna þurrkaðist að mestu út en þó standa eftir nokkur orð yfir plöntur, dýr og staði.

Þó svo að opinbert tungumál Kanaríeyja sé spænska og mállýskan kastilíska, þá er framburðurinn líkari þeim sem er talaður á Karíbaeyjunum, til dæmis á Puerto Rico.

Mismunandi mállýskur þýða að það eru oft mismunandi orð yfir hluti þótt málfræðigrunnurinn sé nánast eins. Og sem dæmi um framburð þá er ‚th’ borið fram sem ‚s’ á Kanaríeyjum.

Duolingo

Duolingo er ókeypis tungumálakennsla á netinu. Það er hægt að nota það í tölvu og símaappi. Best er að velja að fá áminningu um æfingar, t. d. 2 sinnum í viku.

Það er alltaf byrjað á 1. stigi (level 1). Eftir því sem stigin bætast við og orðaforðinn eykst, er passað upp á að orð og málfræði úr fyrri stigum gleymist ekki. Það er mikið um endurtekningar á bæði orðum og málfræði. Það er lykilatriði í því að þjálfa minnið þannig að orðin komi af sjálfu sér þegar á þarf að halda.

Duolingo hentar bæði börnum og fullorðnum, svo lengi sem þau hafa grunn í ensku (eða öðru máli sem kennt er úr). Fyrir fólk sem er þegar með smá grunn, t.d. í spænsku, þá er hægt að taka stöðupróf á nokkrum mínútum og hoppa upp um nokkur stig. Smellið hér til að skoða.