Tungumálið

Merki fyrir tungumála appið Duolingo

Spænskan sem er töluð á Tenerife er undir miklum áhrifum frá Karíbaeyjunum. Þegar Kanaríeyjar voru færðar undir spænsku krúnuna fyrir rúmum 600 árum, komu fyrstu embættismennirnir og fylgdarlið að mestu með skipum frá Andalúsíu héraði á Spáni. Fyrstu nýju íbúarnir voru því flestir frá Andalúsíu. Þar er töluð mállýska sem heitir kastilíska (castillian). Kanareyska spænskan sem er töluð í dag, er mjög lík kastilísku sem er töluð í vestur-Andalúsíu.

Berber tungumál frumbyggjanna þurrkaðist að mestu út en þó standa eftir nokkur orð yfir plöntur, dýr og staði.

Mikið var um brottflutninga frá Kanaríeyjum til Karíbaeyjanna og þá sérstaklega á nýlendutímanum (800-500 f. Kr.) og því hefur tungumálið þróast mikið gegnum aldirnar. Þó svo að opinbert tungumál Kanaríeyja sé spænska þá er framburðurinn líkari þeim sem er talaður á Karíbaeyjunum, til dæmis á Puerto Rico.

Duolingo

Duolingo er ókeypis tungumálakennsla á netinu. Það er hægt að nota það í tölvu og símaappi og gott er að velja það að fá áminningu um æfingar t.d. 2 sinnum í viku. Það byrja allir á 1 stigi (level 1) og eftir því sem stigin bætast við og orðaforðinn eykst, er passað upp á að orð og málfræði úr fyrri stigum gleymist ekki. Það er mikið um endurtekningar á bæði orðum og málfræði en það er lykilatriði í því að þjálfa minnið þannig að orðin komi af sjálfu sér þegar á þarf að halda.

Duolingo hentar bæði börnum og fullorðnum, svo lengi sem þau hafa grunn í ensku (eða öðru máli sem kennt er af). Fyrir fólk sem er þegar með smá grunn, t.d. í spænsku, þá er hægt að taka stöðupróf á nokkrum mínútum og hoppa upp um nokkur stig. Smellið hér til að skoða.