Köfun

Köfun

Það eru margir köfunarskólar á Tenerife og þeir geta allir gefið út PADI-vottorð. Hér eru dæmi um nokkra kennslustaði.

Langar þig að prófa að kafa?

Þessar ferðir hafa verið mjög vinsælar. Þær miðast allar við ferðamannasvæðið og Amerísku ströndina.

Köfunarnámskeið – PADI/SSI

Á Tenerife er hægt að læra að kafa og fá PADI eða SSI réttindi. Það er líka námskeið fyrir þau sem þurfa að endurnýja réttindin sín. Það er af mörgu að velja en þessi eru með þeim bestu, að minnsta kosti á suðurhlutanum. Þessi eru á ferðamannasvæðinu og Medano, sem er mjög vinsæl strönd meðal brimbrettafólks.