Köfun

Það eru margir köfunarskólar á Tenerife og þeir geta allir gefið út PADI-vottorð.

Einn af köfunarskólunum sem fær bestu einkunn viðskiptavina er BIG FISH í Los Cristianos. Hann er fyrir ofan undirgöngin þar sem Vistas-ströndin og Los Cristianos mætast. Ef þið komið frá Vistas-ströndinni þá er farið gegnum undirgöngin og upp stiga sem er ca. 15 skrefum lengra.