Klettaklifur

Klettaklifur á Tenerife er hægt að stunda allt árið og þar er enginn skortur á fjöllum. Tenerife Climbing House er fyrirtæki sem sérhæfir sig í klettaklifri og kennslu, en býður líka upp á ódýra gistingu. Eftir daginn er svo hægt að slaka á og njóta einstaks útsýnis meðan sólin sest. Þau eru staðsett í Villa de Arico, litlu fallegu þorpi um 20 mínútna akstur frá flugvellinum (TFS). (Mynd frá Tenerife Climbing House.)