Dýralíf

Það er fjölbreytt dýralíf á Tenerife en það þarf ekki að hafa áhyggjur af hættulegum dýrum á Kanaríeyjum.

Þjóðarfugl Tenerife er blá bókfinka (Fringilla teydea) eða söngfugl. Finkur eru vinsæl gæludýr og er meðal annars að finna í Norður-Afríku og Evrópu.

Blá bókfinka

Eðlur og önnur algeng dýr

Eðlurnar eru litlar, 10-20 cm langar með halanum. Þær eru meinlausar og halda flugum og öðrum skordýrum í burtu. Moskítóflugur sjást helst á sumrin eftir myrkur. En þar sem þær eru bundnar við ákveðin tímabil og svæði, finnst sumum eins og það séu engar moskítóflugur á Tenerife.

Kakkalakkar eru ekki áberandi en það getur farið eftir svæðum. Þeir halda sig frekar við þau svæði á ferðamannasvæðinu þar sem von er um matarafganga. (Munið að loka ruslapokum vel.)

Það er eitthvað um snáka úti í náttúrunni. Fiðrildi geta verið mjög litrík og falleg og það er sér fiðrildagarður í Icod de los Vinos. Það er algengt að sjá maura í matarleit. Krakkar geta skemmt sér við að gefa þeim mat og sjá hvað þeir ganga skipulega til verks.

Það eru ýmis skordýr á eyjunni og með þeim stærri eru tignarlegar drekaflugur með allt að 7 cm vænghaf. Þær eru ekki hættulegar en geta bitið ef maður lætur þær ekki í friði.

Sektir fyrir að gefa dúfum

Það er alveg bannað að gefa dúfum að borða. Fólk getur fengið himinháar sektir við því, sem geta auðveldlega náð 6 stafa tölu.

Geitur og úlfaldar

Það er algengt að sjá geitur nánast hvar sem er fyrir utan aðalferðamannasvæðið. Það er hægt að sjá úlfalda í einum skemmtigarðinum. Úlfaldar voru notaðir til að plægja akra hér áður fyrr.

Þegar náttúran kallar

Hundar

Það eru hundar á næstum hverju heimili á Tenerife. Verið viðbúin að það sé gelt á ykkur úr hverjum garði ef þið fáið ykkur göngutúr um íbúðahverfi. Það eru nokkur athvörf fyrir kisur og hunda hér og þar um Tenerife. Þau stærstu eru rétt hjá flugvellinum (TFS). Ef þið sjáið söfnunarbauka merkta K9 og Arico á pöbbunum, þá er það söfnun fyrir athvörfin.