Skógareldar í október

Skógareldar í október

Skógareldar hafa nú kviknað á ný á norðurhluta Tenerife. Þeir eru á sömu slóðum og í ágúst; í skóginum fyrir ofan La Orotava og Santa Úrsula. Eldarnir nú eru leifar af skógareldunum sem geysuðu í ágúst, en orsökin er sú að það logaði enn í nokkrum glæðum.

Ferðamannasvæði og flugvellir eru ekki í neinni hættu. Þetta hefur engin áhrif á ferðalög fólks um eyjuna en mögulega verður einhverjum fjallvegum lokað tímabundið. Yfir 3.000 íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín tímabundið, af öryggisástæðum.

Hár hiti

Óvenju mikill hiti hefur mælst á eyjunni nú í byrjun október. Hitinn fór á einum tímapunkti yfir 40° markið, sem er vægast sagt óvenjulegt fyrir þennan árstíma. Um 31-36° hita er spáð á suðurhluta Tenerife þar til um miðjan október. Mörgum finnst það bara þægilegt hitastig, en þau ykkar sem eruð óvön hitanum, getið fylgt þessum ráðum.

Vegna loftslagsbreytinga er því spáð að skógareldar verði algengari. Skógareldar á Tenerife og Kanaríeyjum standa yfirleitt ekki lengi yfir. Þetta er árlegur viðburður sem fylgir oftast hærri hita. En eldarnir í ágúst voru vegna íkveikju.