Aqualand

Þessi garður hefur verið mjög vinsæll hjá yngri börnunum og það er heilmikið í boði fyrir eldri börn og fullorðna líka. Aqualand er á Costa Adeje svæðinu svo það er stutt að fara frá ferðamannasvæðinu. Kynnið ykkur fríar rútuferðir á heimasíðu þeirra.

Nýtt í Aqualand 2019: Ævintýraeyjan og Sjóræningjaeyjan.

Það eru sundlaugar, vatnsrennibrautir, fljúgandi bátar, öldulaug, ævintýraland, kastali og krakkalaug. Það er höfrungasýning alla daga kl. 15:30 og líka kl. 12.45 í júlí og ágúst.

Það er opið alla daga frá 10-17 en 10-18 í júlí og ágúst. Það er ódýrara í þennan garð en Siam og mismunandi verð eftir aldri og stundum hæð barna. Hér er verðskrá og opnunartími í Aqualand. Það er frítt fyrir 1 barn ef 2 fullorðnir kaupa miða.

Hægt er að kaupa fjölskyldupakka á netinu og fá alla miða á netinu með 2 evru afslætti. Það er líka boðið upp á tvíburamiða fyrir Aqualand og Jungle Park.