Monkey Park

Apagarðurinn er „kennslugarður“ sem þýðir að áhugafólk um apa og skriðdýr ætti að taka með sér stílabók og penna. Þetta er enginn venjulegur dýragarður heldur eru ítarlegar upplýsingar um hvert dýr, uppruna þeirra og landsvæði. Það má koma við dýrin og gefa þeim að borða.

Þarna eru líka litríkir páfagaukar sem er hægt að fá að klappa og halda á.

Það er hægt að láta taka mynd af sér haldandi á apa eða páfagauk og það er þá ljósmyndari garðsins sem sér um það. Ef þið viljið eiga þær myndir þarf að borga fyrir þær þegar farið er úr garðinum.

Prímatar í útrýmingarhættu eru ræktaðir í garðinum.

Apagarðurinn er staðsettur 5 mínútur frá Los Cristianos og 10 mínútur frá Las Americas svæðinu.

Aðgangseyrir er 10 evrur fyrir fullorðna og 5 evrur fyrir 5-12 ára börn. Í þessum garði er mælt með að fólk kaupi miða við innganginn til að forðast falsaða miða.

Athugið að opnunartímar og verð eru með fyrirvara um breytingar.