Afþreying fyrir börn
Guli kafbáturinn

Vinsælar afþreyingar eru meðal annars guli kafbáturinn, Pétur Pan skipið, klifurbrautir við Vistas-ströndina, stjörnuskoðunarstöð á El Teide, bob-sleðarnir í Jungle Park og margt fleira. Kíkið á flettilistann undir afþreying efst á síðunni til að sjá meira.
Úlfaldagarðar eru á tveimur stöðum á Tenerife, fyrir sunnan og norðan. Þau sem þora geta farið á úlfaldabak en önnur láta sér nægja að skoða þessi stórvöxnu dýr og kannski gefa þeim banana.
Go-kart og minigolf
Eitthvað sem öll fjölskyldan eða vinahópar hafa gaman af. Sjá go-kart, minigolf og fleira hér.
Söfn

Náttúru- og þjóðminjasafn
Náttúru- og þjóðminjasafn Tenerife, Museo de la Naturaleza y Arqueología, er í höfuðborginni Santa Cruz. Afrísku grímurnar tilheyra sýningu frá 2019 sem hét ‘Afrotopos. Towards an African utopia.’ Í safninu er margt að sjá sem getur vakið forvitni og áhuga barna, sem og fullorðinna.
Vísindasafn, hernaðarsafn, listasafn

Önnur söfn sem mælt er með fyrir alla fjölskylduna eru hernaðarsafnið í Santa Cruz, Museo Historico Militar de Canarias; vísindasafnið í La Laguna, Museo de la Ciencia y el Cosmos; sögu- og mannfræðisafnið í La Laguna, Museo de Historia y Antropologia de Tenerife (Casa Lercaro); og listasafnið í Santa Cruz, Circulo de Bellas Artes de Tenerife. Nánari upplýsingar um söfnin, ummæli og fleira er undir flipanum söfn hér að ofan.
Afþreying í Puerto de la Cruz
Fyrir norðan er vinsælt að heimsækja borgina Puerto de la Cruz, aðallega út af Loro Parque-dýragarðinum sem engin barnafjölskylda ætti að missa af. En líka af því að þar eru 2 svæði sem eru sérstaklega hönnuð með börn í huga; Lago de Martiánez (fyrir 8 ára og eldri) og Playa Jardín-ströndin. Rétt fyrir ofan hana er sérstakt leiksvæði fyrir börn. Það er skemmtilegt að fara þangað með smálestinni sem fer frá Playa de Martíanez í miðbæ Puerto de la Cruz.

Vegurinn sem Playa Jardín-ströndin liggur við endar hjá Loro Parque-dýragarðinum en honum er lýst nánar hér. Það er best að mæta snemma í garðinn og áætla að vera þar heilan dag. Það er hægt að fara á eigin bíl, með fararstjórum eða Loro Parque-strætóinum.

Eina byggingin sem stóð heil eftir eldgosið 1706 er kastalinn í Garachico. Þarna er hægt að sjá fallbyssur, akkeri og fleira spennandi. Aðgangseyrir er lágur.

Flugdrekahlaup
Það fást alls konar flugdrekar á Tenerife og börn og fullorðnir geta skemmt sér við að hlaupa með þá, til dæmis á ströndinni á kvöldin. Þessar myndir eru af heimasíðu Decathlon sem er í höfuðborginni.




Það er ýmislegt hægt að bralla á Tenerife, annað en að leika sér á ströndinni eða í hótelgarðinum. Til viðbótar við skemmti- og vatnsrennibrautagarða er fjölbreytt afþreying í boði fyrir börn á öllum aldri. Oft er hægt að kaupa miða með afslætti á heimasíðu hvers og eins staðar. Nánar er fjallað um vatnsrennibrautagarðinn Siam Park og dýragarðinn Loro Park á sér síðum.
(Fyrirtækin hafa ekki greitt fyrir auglýsingar eða kynnningar hér á síðunni.)