Kvikmyndir

Winter is coming

Tökur á nýjustu þáttaröð Game of Thrones fóru fram á Tenerife vorið 2019. Þættirnir eiga að gerast þúsundum ára fyrir sögu Game of Thrones. Tenerife á það sameiginlegt með Íslandi að státa af frumstæðu landslagi en svæðið í El Teide-þjóðgarðinum minnir mikið á Ísland.

Hluti af nýju hraðbrautinni á norðvestur horninu var notaður til að taka upp Fast and the furious 6 árið 2012. Byrjunaratriðið í sömu mynd var tekið upp á veginum sem liggur að Punta de Teno sem er vestasti punktur Tenerife. Það er ótrúlega falleg leið sem er hægt að fara á bíl eða hjóli. Sjá nánari lýsingu hér.

Clash of the Titans var tekin upp á El Teide og auk þess hafa nokkrir þættir af Doctor Who verið teknir upp í þjóðgarðinum.

Sú saga hefur gengið í mörg ár að hluti af Apaplánetunni og Star Wars hafi verið tekin upp á El Teide en það hefur komið í ljós að það er flökkusaga og ekki rétt. Atriðin í Apaplánetunni sem talið var að hefðu verið tekin upp á El Teide, voru í raun tekin upp í Glen Canyon í Bandaríkjunum.

El Teide-þjóðgarðurinn

Í nóvember 2018 hófust tökur á Rambo V með Sylvester Stallone í aðalhlutverki. Myndin er að hluta til tekin upp í Santa Úrsula á norðurhluta Tenerife en sá hluti á að gerast í Mexíkó. Óskað var eftir 900 aukaleikurum í hlutverk Mexíkóa. Mynd: Diario de Avisos.