Verðdæmi – Matur og fleira

Það er enginn virðisaukaskattur á Tenerife heldur eins konar söluskattur, sem er mismunandi eftir vöruflokkum. Almennur söluskattur á vörum er 5% en raftæki geta verið í kringum 3%. Meðallaun og verðsamanburður eru fengin af síðunni Numbeo.

Þegar greitt er með korti er oftast hægt að velja á posaskjánum hvort greitt er í evrum eða íslenskum krónum. Veljið alltaf evrur því annars getur reiknast hærra gengi og varan verður dýrari fyrir vikið. (Passið líka að láta kortið aldrei úr augsýn.)