Verðdæmi – Matur og fleira

Það er enginn virðisaukaskattur á Tenerife heldur eins konar söluskattur, sem er mismunandi eftir vöruflokkum. Almennur söluskattur á vörum er 5% en raftæki geta verið í kringum 3%. Meðallaun og verðsamanburður eru fengin af síðunni Numbeo.

Þegar greitt er með korti er oftast hægt að velja á posaskjánum hvort greitt er í evrum eða íslenskum krónum. Veljið alltaf evrur því annars getur reiknast hærra gengi og varan verður dýrari fyrir vikið. (Passið líka að láta kortið aldrei úr augsýn.)

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkur dæmi um verðmun á Tenerife og Íslandi. Verðdæmin sýna verð á veitingastöðum á Tenerife, matvöru, fatnaði og fleiru sem Íslendingar kaupa gjarnan á ferðalögum til Kanaríeyja. Einnig er borið saman verð á íbúðum, bæði leiguíbúðum og kaupíbúðum, sem og meðallaun á Tenerife og Íslandi. Eins og sjá má á þessum samanburði er hægt að lifa mjög góðu lífi á Tenerife á íslenskum launum.

Veitingastaðir Tenerife Reykjavík
Máltíð, ódýr veitingastaður 1.479 kr
(10 €)
2.500 kr
(16,90 €)
Máltíð fyrir 2, miðlungs veitingastaður,
þriggja rétta 
6.656 kr
(45 €)
15.000 kr
(101,42 €)
McMeal á McDonalds
(eða sambærileg máltíð)
1.331 kr
(9 €)
1.800 kr
(12,17 €)
Bjór, innlendur kranabjór (0,5 l) 296 kr
(2 €)
1.200 kr
(8,11 €)
Bjór, innfluttur (0,33 l flaska) 444 kr
(3 €)
1.100 kr
(7,44 €)
Cappuccino 230 kr
(1,56 €)
580 kr
(3,92 €)
Kók/Pepsi (0,33 lítra flaska) 204 kr
(1,38 €)
351 kr
(2,37 €)
Vatn (0,33 lítra flaska) 142 kr
(0,96 €)
281 kr
(1,90 €)
Matvara Tenerife Reykjavík
Mjólk (venjuleg), (1 lítri) 133 kr
(0,90 €)
184 kr
(1,24 €)
Brauðhleifur, franskbrauð (500g) 110 kr
(0,73 €)
484 kr
(3,28 €)
Grjón (hvít), (1kg) 176 kr
(1,19 €)
360 kr
(2,44 €)
Egg (venjuleg) (12 stk) 305 kr
(2,06 €)
737 kr
(4,98 €)
Ostur, innlendur (1kg) 1.220 kr
(8,25 €)
1.807 kr
(12,21 €)
Kjúklingabringur (1kg) 766 kr
(5,18 €)
1.982 kr
(13,40 €)
Lærisneiðar (1kg) (eða svipað rautt kjöt) 1.475 kr
(9,97 €)
3.443 kr
(23,28 €)
Epli (1kg) 269 kr
(1,82 €)
308 kr
(2,08 €)
Bananar (1kg) 248 kr
(1,68 €)
275 kr
(1,86 €)
Appelsínur (1kg) 275 kr
(1,86 €)
275 kr
(1,86 €)
Tómatar (1kg) 229 kr
(1,55 €)
622 kr
(4,21 €)
Kartöflur (1kg) 249 kr
(1,68 €)
341 kr
(2,31 €)
Laukur (1kg) 210 kr
(1,42 €)
219 kr
(1,48 €)
Salat (1 haus) 229 kr
(1,54 €)
311 kr
(2,10 €)
Vatn (1,5 lítra flaska) 116 kr
(0,79 €)
264 kr
(1,78 €)
Vínflaska (miðlungs) 666 kr
(4,50 €)
3.000 kr
(20,28 €)
Bjór, innlendur (0,5 lítra af krana) 152 kr
(1,03 €)
454 kr
(3,07 €)
Bjór, innfluttur (0,33 lítra flaska) 227 kr
(1,53 €)
417 kr
(2,82 €)
Sígarettupakki (Marlboro) 562 kr
(3,80 €)
1.600 kr
(10,82 €)
Fatnaður og skór Tenerife Reykjavík
1 par gallabuxur (Levis 501 eða svipað) 9.392 kr
(63,50 €)
14.665 kr
(99,15 €)
1 sumarkjóll í verslanakeðju (Zara, H&M) 4.141 kr
(28,00 €)
6.208 kr
(41,97 €)
1 par Nike hlaupaskór (meðalverð) 10.427 kr
(70,50 €)
17.491 kr
(118,26 €)
1 par herraskór, leður 12.448 kr
(84,17 €)
23.648 kr
(159,89 €)
Íþróttir og afþreying Tenerife Reykjavík
Líkamsrækt, mánaðargjald 5.084 kr
(34,38 €)
7.554 kr
(51,07 €)
Tennisvöllur (1 klst um helgi) 2.329 kr
(15,75 €)
4.538 kr
(30,68 €)
Bíómiði, erlend mynd 1.168 kr
(7,90 €)
1.690 kr
(11,43 €)
Ferðir Tenerife Reykjavík
Strætómiði aðra leiðina 200 kr
(1,35 €)
480 kr
(3,25 €)
Mánaðarkort (Venjulegt verð) 5.916 kr
(40 €)
13.100 kr
(88,57 €)
Taxi byrjunargjald (Venjulegt gjald) 500 kr
(3,38 €)
690 kr
(4,67 €)
Taxi 1km (Venjulegt gjald) 148 kr
(1,00 €)
351 kr
(2,37 €)
Taxi 1 klst biðgjald (Venjulegt gjald) 2.219 kr
(15,00 €)
7.920 kr
(53,55 €)
Bensín (1 lítri) 149,34 kr
(1,01 €)
226,85 kr
(1,53 €)
Volkswagen Golf 1.4 90 KW Trendline
(eða sambærilegur nýr bíll)
2.536.518 kr
(17.150 €)
3.790.000 kr
(25.625 €)
Toyota Corolla Sedan 1.6l 97kW Comfort
(eða sambærilegur nýr bíll)
2.514.333 kr
(17.000 €)
4.451.176 kr
(30.095 €)
Útgjöld (mánaðarleg) Tenerife Reykjavík
Rafmagn, hiti, kalt vatn, sorphirða)
fyrir 85 m2 íbúð
10.159 kr
(68,69 €)
13.199 kr
(89,24 €)
1 mín. fyrirframgreidd gsm áskrift,
(enginn afsláttur eða pakkaverð)
23,66 kr
(0,16 €)
18,38 kr
(0,12 €)
Internet (60 Mbps eða meira, ótakmarkað
gagnamagn, ljósleiðari/ADSL)
7.192 kr
(48,62 €)
8.659 kr
(58,55 €)
Barnagæsla Tenerife Reykjavík
Leikskóli, allan daginn, einka, mánaðarverð 1 barn 50.287 kr
(340,00 €)
36.008 kr
(243,46 €)
Alþjóðlegur grunnskóli, árgjald 1 barn 740.989 kr
(5.010,00 €)
860.000 kr
(5.814,66 €)
Leiga á mánuði Tenerife Reykjavík
Íbúð (1 svefnherb.) miðsvæðis 84.310 kr
(570,04 €)
200.600 kr
(1.356,30 €)
Íbúð (1 svefnherb.) ekki miðsvæðis 69.725 kr
(471,43 €)
173.333 kr
(1.171,95 €)
Íbúð (3 svefnherb.) miðsvæðis 128.886 kr
(871,43 €)
320.577 kr
(2.167,50 €)
Íbúð (3 svefnh.) ekki miðsvæðis 98.909 kr
(668,75 €)
270.500 kr
(1.828,91 €)
Kaupverð íbúða Tenerife Reykjavík
Fermetraverð íbúðar, miðsvæðis 295.804 kr
(2.000 €)
610.238 kr
(4.125,96 €)
Fermetraverð íbúðar, ekki miðsvæðis 240.341 kr
(1.625 €)
466.293 kr
(3.152,72 €)
Laun og fjármál Tenerife Reykjavík
Meðal mánaðarlaun (eftir skatta) 177.425 kr
(1.199,62 €)
412.670 kr
(2.790,16 €)
Húsnæðisvextir í prósentum (%), árlega, í 20 ár
með föstum vöxtum
2,67 5,64
Síðast uppfært: Maí 2021 Maí 2021
Fjöldi fólks sem hefur
skráð upplýsingar hjá Numbeo
síðustu 12 mánuði:
27 93