Verðdæmi – Matur og fleira

Verðdæmi – Matur og fleira

Það er enginn virðisaukaskattur á Tenerife heldur eins konar söluskattur, sem er mismunandi eftir vöruflokkum. Almennur söluskattur á vörum er 5% en raftæki geta verið í kringum 3%. Meðallaun og verðsamanburður eru fengin af síðunni Numbeo.

Þegar greitt er með korti er oftast hægt að velja á posaskjánum hvort greitt er í evrum eða íslenskum krónum. Veljið alltaf evrur því annars getur reiknast hærra gengi og varan verður dýrari fyrir vikið. Passið líka að láta kortið aldrei úr augsýn. Það er líka góð regla að taka alltaf kvittun og bera saman við yfirlitið.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkur dæmi um verðmun á Tenerife og Íslandi. Verðdæmin sýna verð á veitingastöðum á Tenerife, matvöru, fatnaði og fleiru, sem Íslendingar kaupa gjarnan á ferðalögum til Kanaríeyja. Einnig er borið saman verð á íbúðum, bæði leiguíbúðum og kaupíbúðum, sem og meðallaun á Tenerife og Íslandi. Eins og sjá má á þessum samanburði er hægt að lifa mjög góðu lífi á Tenerife á íslenskum launum.

Veitingastaðir Tenerife Reykjavík
Máltíð, ódýr veitingastaður 1.323 kr
(9,50 €)
2.500 kr
(17,95 €)
Máltíð fyrir 2, miðlungs veitingastaður,
þriggja rétta 
6.966 kr
(50 €)
14.000 kr
(100,49 €)
McMeal á McDonalds
(eða sambærileg máltíð)
1.254 kr
(9 €)
2.000 kr
(14,36 €)
Bjór, innlendur kranabjór (0,5 l) 279 kr
(2 €)
1.200 kr
(8,61 €)
Bjór, innfluttur (0,33 l flaska) 418 kr
(3 €)
1.100 kr
(7,91 €)
Cappuccino 244 kr
(1,75 €)
621 kr
(4,46 €)
Kók/Pepsi (0,33 lítra flaska) 207 kr
(1,48 €)
341 kr
(2,45 €)
Vatn (0,33 lítra flaska) 130 kr
(0,93 €)
277 kr
(1,99 €)
Matvara Tenerife Reykjavík
Mjólk (venjuleg), (1 lítri) 130 kr
(0,94 €)
202 kr
(1,45 €)
Brauð, (franskbrauð) (500g) 131 kr
(0,94 €)
425 kr
(3,05 €)
Grjón (hvít), (1kg) 142 kr
(1,02 €)
454 kr
(3,26 €)
Egg (venjuleg) (12 stk) 345 kr
(2,47 €)
752 kr
(5,40 €)
Ostur, innlendur (1kg) 1.219 kr
(8,75 €)
1.888 kr
(13,55 €)
Kjúklingabringur (1kg) 759 kr
(5,45 €)
2.319 kr
(16,65 €)
Lærisneiðar (1kg) (eða svipað rautt kjöt) 1.351 kr
(9,70 €)
3.357 kr
(24,10 €)
Epli (1kg) 280 kr
(2,01 €)
451 kr
(3,24 €)
Bananar (1kg) 234 kr
(1,68 €)
293 kr
(2,11 €)
Appelsínur (1kg) 248 kr
(1,78 €)
316 kr
(2,27 €)
Tómatar (1kg) 208 kr
(1,49 €)
611 kr
(4,38 €)
Kartöflur (1kg) 186 kr
(1,33 €)
353 kr
(2,53 €)
Laukur (1kg) 167 kr
(1,20 €)
206 kr
(1,48 €)
Salat (1 haus) 188 kr
(1,35 €)
362 kr
(2,60 €)
Vatn (1,5 lítra flaska) 86 kr
(0,62 €)
280 kr
(2,01 €)
Vínflaska (miðlungs) 662 kr
(4,75 €)
2.800 kr
(20,10 €)
Bjór, innlendur (0,5 lítra af krana) 137 kr
(0,99 €)
421 kr
(3,02 €)
Bjór, innfluttur (0,33 lítra flaska) 254 kr
(1,83 €)
374 kr
(2,69 €)
Sígarettupakki (Marlboro) 543 kr
(3,90 €)
1.600 kr
(11,49 €)

Fatnaður og skór Tenerife Reykjavík
Gallabuxur (Levis 501 eða svipað) 8.438 kr
(60,57 €)
15.114 kr
(108,49 €)
Sumarkjóll í verslanakeðju (Zara, H&M) 3.483 kr
(25 €)
5.833 kr
(41,87 €)
Nike hlaupaskór (meðalverð) 9.287 kr
(66,67 €)
19.375 kr
(139,08 €)
Herraskór, leður 10.971 kr
(78,75 €)
27.042 kr
(194,11 €)

Íþróttir og afþreying Tenerife Reykjavík
Líkamsrækt, mánaðargjald 5.340 kr
(38,33 €)
9.901 kr
(71,07 €)
Tennisvöllur (1 klst um helgi) 2.034 kr
(14,60 €)
4.688 kr
(33,65 €)
Bíómiði, erlend mynd 975 kr
(7 €)
1.800 kr
(12,92 €)

Ferðir Tenerife Reykjavík
Strætómiði aðra leiðina 195 kr
(1,40 €)
490 kr
(3,52 €)
Mánaðarkort (Venjulegt verð) 5.433 kr
(39 €)
8.000 kr
(57,43 €)
Taxi byrjunargjald (Venjulegt gjald) 476 kr
(3,42 €)
760 kr
(5,46 €)
Taxi 1km (Venjulegt gjald) 216 kr
(1,55 €)
351 kr
(2,52 €)
Taxi 1 klst biðgjald (Venjulegt gjald) 2.090 kr
(15 €)
7.920 kr
(56,85 €)
Bensín (1 lítri) (* lægsta verð 2.7. er 320 kr.) 195 kr
(1,40 €)
276 kr *
(1,98 €)
Volkswagen Golf 1.4 90 KW Trendline
(eða sambærilegur nýr bíll)
2.089.678 kr
(15.000 €)
4.500.000 kr
(32.302 €)
Toyota Corolla Sedan 1.6l 97kW Comfort
(eða sambærilegur nýr bíll)
2.368.301 kr
(17.000 €)
5.472.000 kr
(39.279 €)

Útgjöld (mánaðarleg) Tenerife Reykjavík
Rafmagn, hiti, kalt vatn, sorphirða
fyrir 85 m2 íbúð
9.130 kr
(65,54 €)
13.453 kr
(96,56 €)
1 mín. fyrirframgreidd gsm áskrift,
(enginn afsláttur eða pakkaverð)
29 kr
(0,21 €)
17 kr
(0,12 €)
Internet (60 Mbps eða meira, ótakmarkað
gagnamagn, ljósleiðari/ADSL)
5.712 kr
(41 €)
9.427 kr
(67,67 €)

Barnagæsla Tenerife Reykjavík
Leikskóli, allan daginn, einka, mánaðarverð 1 barn 53.635 kr
(385 €)
46.875 kr
(336,48 €)
Alþjóðlegur grunnskóli, árgjald 1 barn 964.735 kr
(6.925 €)
925.000 kr
(6.640 €)

Leiga á mánuði Tenerife Reykjavík
Íbúð (1 svefnherb.) miðsvæðis 87.927 kr
(631,15 €)
206.176 kr
(1.479,96 €)
Íbúð (1 svefnherb.) ekki miðsvæðis 69.656 kr
(500 €)
172.412 kr
(1.237,60 €)
Íbúð (3 svefnherb.) miðsvæðis 162.530 kr
(1.166,67 €)
298.214 kr
(2.140,62 €)
Íbúð (3 svefnh.) ekki miðsvæðis 107.967 kr
(775 €)
249.231 kr
(1.789,01 €)
Kaupverð íbúða Tenerife Reykjavík
Fermetraverð íbúðar, miðsvæðis 325.061 kr
(2.333,33 €)
875.769 kr
(6.286,39 €)
Fermetraverð íbúðar, ekki miðsvæðis 220.577 kr
(1.583,33 €)
646.022 kr
(4.637,24 €)
Laun og fjármál Tenerife Reykjavík
Meðal mánaðarlaun (eftir skatta) 208.968 kr
(1.500 €)
484.459 kr
(3.477,51 €)
Húsnæðisvextir í prósentum (%), árlega, í 20 ár
með föstum vöxtum
3,33 5,17
Síðast uppfært hjá Numbeo: Júní 2022 Júní 2022
Fjöldi þeirra sem hafa skráð upplýsingar hjá Numbeo
síðustu 12 mánuði:
27 124

Síðast uppfært: 2. júlí 2022.