Vísindasafnið

Í næsta bæ við Santa Cruz, La Laguna, er vísindasafnið Museo de la Ciencia y el Cosmos. Safnið er ofarlega á lista TripAdvisor yfir söfn sem henta líka börnum en fólk á öllum aldri ætti að finna eitthvað áhugavert hér.

Himingeimurinn kannaður

Í safninu er meðal annars plánetuhiminn og leiksvæði fyrir yngstu börnin. Sýningar sem eru stöðugt opnar eru um alheiminn, sólina, jörðina og mannslíkamann.

Á heimasíðu safnsins er dagatal með viðburðum og þar er líka að finna myndir af safninu. Það er líka hægt að horfa á stutt kynningarmyndband frá safninu á YouTube.

Mynd: GoTenerife

Breski vísindamaðurinn Stephen Hawking heimsótti vísindasafnið á Tenerife 2015. Hann sýndi svartholseiningunni sérstakan áhuga.

Stephen Hawking á vísindasafninu. Mynd: El Diario