El Médano

Það er um það bil korters akstur að þessum bæ frá ferðamannasvæðinu. Hingað hefur fólk komið á brimbretti áratugum saman. Stórar brimbrettakeppnir hafa verið haldnar í El Médano og norðaustanvindurinn blæs stöðugt í seglin. Hér er líka hægt að fara í kitesurfing og vindsurfing.

Bærinn hefur verið vinsæll hjá þeim sem vilja ekki vera á sama stað og allir hinir ferðamennirnir, en samt ekki of langt frá. Ströndin er nokkurra kílómetra löng og nóg pláss fyrir fólk, hvort sem það er að prófa í fyrsta sinn eða alvant. Það er líka gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.