Umhverfisvernd

Endurvinnslutunnur á Tenerife

Endurvinnslutunnur á Tenerife eru öðruvísi en á Íslandi. Hér er listi yfir liti á tunnum og hvað má fara í hverja.

  • Græna kúpta tunnan – Glerflöskur, glerkrukkur, ílát. (Ekki málmlok.)
  • Gula tunnan – Plastflöskur, plastumbúðir, niðursuðudósir, áldósir, Tetra pak, pokar sem eru bæði úr pappa og plasti.
  • Bláa tunnan – Pappír.
  • Skærgræna tunnan – Fatnaður og skór.

Plokk

Ef ykkur fer að leiðast í fríinu þá er alltaf hægt að skella sér í göngutúr (eða sjóinn) og grípa með sér poka til að plokka rusl.

Til að kolefnisjafna flug er hægt að fara á þessa heimasíðu: Kolviður