El Teide – Stjörnuskoðun

El Teide – Stjörnuskoðun

Áhugafólk um himingeiminn getur heimsótt Stjörnuathugunarstöð Teide, Observatorio del Teide, sem er í 2.390 metra hæð. Hún er staðsett á austurhlið Teide-þjóðgarðsins og það tekur um 90 mínútur að aka þangað frá Los Cristianos. Athugið að það þarf að panta skoðunarferð fyrirfram.

Fyrsti sjónaukinn sem var notaður til að rannsaka sverðbjarma, ljós sem verður til þegar sólin skín á geimryk sem er á milli reikistjarnanna, var fyrst tekinn í notkun hér, árið 1964.

Hér er hægt að fara í alvöru stjörnuskoðun, með vönduðum stjörnukíkjum sem gefa þér nýja sýn á himingeiminn. Og vegna þess hvað svæðið er afskekkt, er engin ljósmengun að trufla útsýnið út í geim.

Stjörnuskoðun á El Teide – Kvöld- og miðnæturferðir

Bókunarsíða

Til að skoða verð og dagsetningar sem eru í boði, eða til að panta stjörnuskoðun, fylgið þessum leiðbeiningum:

Þú smellir á litlu myndina hér fyrir þá ferð sem þú vilt skoða. Þá færistu inn á bókunarsíðu Viator, sem er örugg greiðslu- og pöntunarsíða.

Fyrst smellirðu á Check availability.

Næst velurðu dagsetningu og fjölda fólks (eftir aldri) og ýtir á Apply.

Þegar þetta hefur verið staðfest velurðu Book now.