Út að borða með börn

Barnamatseðlar á veitingastöðum eru oft jafn einhæfir og í öðrum löndum; kjúklinganaggar, litlar pizzur og hamborgarar. En það er alveg hægt að finna staði sem vanda sig betur við gerð barnamatseðla, þar á meðal einn sem er sérstaklega mælt með fyrir alla fjölskylduna; Chill Out við Vistas-ströndina, næst undirgöngunum út í Los Cristianos. Þar er hægt að fá girnilegan laxarétt og fleira spennandi á barnamatseðlinum. Það er líka hægt að fá mjög góða hamborgara þar. Staðsetningin er líka frábær því það þurfa allir að prófa göngutúr að kvöldi meðfram Vistas-ströndinni og skoða sandlistaverkin sem eru oft gerð í ótrúlegum smáatriðum. 

Aðrir miðlungsdýrir veitingastaðir sem henta líka fjölskyldum með börn eru til dæmis asíski staðurinn Spice Garden í La Caleta, Lagarto Brasserie, Lucky 7’s grillmatur og hamborgarar í Fañabe, og pizzastaðurinn Zena sem er rétt hjá Aqualand.

Við viljum endilega heyra frá fleirum, svo ef þið hafið prófað staði sem börnin voru mjög ánægð með þá megið þið endilega senda okkur skilaboð gegnum Facebook-síðu okkar eða hér.