Íslendingabarinn

Íslendingar eignuðust loks samastað á eyjunni þegar Nostalgia Bar & Grill var opnaður árið 2016. Hér er alltaf eitthvað um að vera hvort sem það er grillveisla, pönnukökur eða að horfa á leik og nóg pláss. Barinn er á Amerísku ströndinni, nánar tiltekið á Playa del Bobo næst Adeje svæðinu, inni í lítilli verslanamiðstöð þar sem nokkrir veitingastaðir snúa út að sjó. Nostalgia er inni í þessari miðstöð þannig að ekki hafa áhyggjur þó þið sjáið staðinn ekki strax.

Heimilisfangið er Centro Comercial Pueblo Canario. Það eru myndir og kort á Facebook-síðu þeirra hér. Ef komið er frá götunni Av. Eugenio Dominguez Alfonso er gengið niður göngustíg rétt hjá pósthúsinu (Correos). Ef komið er „sjóleiðina“ frá Amerísku ströndinni er gengið fram hjá Casino spilavítinu og upp stigann hjá veitingastað sem heitir Monica.

Og hér er þetta fína viðtal við eigendur og starfsfólk Nostalgia, í skötuveislu þeirra 2019. Skötuveisla í 22 gráðu hita á Tenerife. (Færist yfir á heimasíðu RÚV.)