Jungle Park

Hér eru alls konar sýningar fyrir börn og fullorðna, til dæmis Pirates of the Caribbean, sæljón og ránfuglasýningar. Jungle Park er rétt hjá úlfaldagarðinum Camel Park, fyrir ofan hraðbrautina hjá Los Cristianos. Það er líka hægt að fara á bob-sleða niður 800 metra langa braut, gegnum skóginn. Verð fyrir fullorðna og börn frá 11 ára er 26 €, 18 € fyrir 5-10 ára og 9,50 € fyrir 3-4 ára. 2€ afsláttur af miða ef miði er keyptur á netinu.

Hægt er að kaupa tvíburamiða í Jungle Park og Aqualand.

Athugið að opnunartímar og verð eru með fyrirvara um breytingar.