Jungle Park

Jungle Park

Frumskógargarðurinn. Hér eru alls kyns sýningar fyrir börn og fullorðna, til dæmis Pirates of the Caribbean, sæljón og ránfuglasýningar. Í garðinum eru einnig kengúrur, krókódílar, litrík fiðrildi og önnur framandi dýr og plöntur. 

Jungle Park er rétt hjá úlfaldagarðinum Camel Park, fyrir ofan hraðbrautina hjá Los Cristianos.

Í Jungle Park er hægt að fara á bob-sleða niður 800 metra langa braut, gegnum skóginn.

Barn á bob sleða

Verðskrá er á heimasíðu Jungle Park.

Hægt er að kaupa tvíburamiða í Jungle Park og Aqualand.

Athugið að opnunartímar og verð eru birt hér með fyrirvara um breytingar.