Karnivalsafnið

Karnivalsafnið

Karnivalið á Tenerife á sér langa sögu og það eru til heimildir um það frá miðri 16. öld. Í höfuðborginni Santa Cruz er safnið Casa Del Carnaval þar sem saga karnivalsins er rakin í máli og myndum. Fjölmargir búningar eru til sýnis og farið yfir mismunandi tímabil í sögu karnivalsins.

Búningur karnivaldrottningarinnar 2019 er til sýnis á safninu

Karnivalsafnið heitir Casa Del Carnaval og er á Calle Aguere 17 í Santa Cruz. Heimasíða safnsins er hér.

Casa Del Carnaval-safnið