Frumbyggjasafnið

Rétt fyrir ofan La Orotava er safnið Pinolere ethnographic museum and park. Þar er farið yfir sögu eyjunnar og frumbyggjanna, Guanches. Frumbyggjarnir voru gjörólíkir Spánverjum; voru hávaxnir og ljósir yfirlitum. Talið er að þeir hafi átt rætur að rekja til Berba, þar sem tengsl hafa fundist við Norður-Afríku. Einhverjar getgátur voru uppi um að þeir væru afkomendur víkinga en talið var líklegra að þeir tengdust Berbum. Þó er eitt áhugavert við þetta og það er að á Tenerife er glíma sem líkist mjög íslenskri glímu. Við leyfum öðrum að komast til botns í ástæðum þess.

Gömul stráhús sem tilheyra sýningunni eru hús sem áður fyrr var búið í.

Í september á hverju ári er þar haldið „Craft Fair” eða handverkshátíð. Safnið er opið milli kl. 10-14 alla daga en lokað á mánudögum. Aðgangseyrir er mjög lágur og frítt fyrir yngstu börnin.