Strendur með hjólastólaaðgengi

Strendurnar sem hafa best aðgengi fyrir hjólastóla og hreyfihamlaða eru á Adeje-svæðinu og Amerísku ströndinni (Playa de las Américas):

Las Vistas-ströndin (milli Los Cristianos og Amerísku strandarinnar)

Playa de Los Cristianos

Playa de Troja, Playa de Torviscas, Playa Fañabé og Playa el Duque á Adeje-svæðinu

El Médano (brimbrettaströnd, stutt frá aðal ferðamannasvæðinu)

Playa de El Porís hjá Arico (austurströndin, mitt á milli El Médano og Candelaria)

Playa San Juan hjá Guía de Isora (vesturströndin, mitt á milli Adeje og Masca)

Playa de San Marcos hjá Icod de los Vinos (norðaustur)

Playa Jardín-ströndin í Puerto de la Cruz (svört strönd)

Playa de la Arena hjá Santiago del Teide (vesturströndin)

Las Vistas ströndin tengir Los Cristianos og svæðið sem er kallað Ameríska ströndin