Siglingar

Siglingar

Eitt af því skemmtilegasta sem er hægt að gera á Tenerife er að skella sér í siglingu. Það eru allskonar ferðir í boði. Til dæmis snorklferðir þar sem er hægt að synda með skjaldbökum og höfrungum. Svo eru hvalaskoðunarferðir og kajakferðir, og stundum allt í einni ferð.

Hér eru nokkrar hugmyndir að ferðum fyrir fjölskylduna eða vinahópinn.

Snorkl-ferðir

Höfrunga- og hvalaskoðun

Snekkjur fyrir einkaferðir

Pör og litlir hópar leigja sér oft snekkju saman. Hér eru nokkur dæmi um hvernig snekkjur og siglingar eru í boði.

Einkasigling til La Gomera

Eyjan sem sést frá Amerísku ströndinni og Fanabe heitir La Gomera. Það er mjög gaman að fara í dagsferð að skoða hana. Það eru reglulega ferðir frá Tenerife til La Gomera.