Go-kart – Minigolf og fleira

Go-kart – Minigolf og fleira

Go-kart

Gokart braut á Tenerife
Karting Club Tenerife

Það er hægt að fara í go-kart á tveim stöðum á suðurhluta Tenerife. Karting Club Tenerife og Karting Las Americas.

Karting Club Tenerife

Við hraðbrautina hjá Arona-svæðinu: Carretera del Cho S/N Autopista del Sur TF-1, 38640. Beygt út af hjá Salida 66. Athugið að það þarf að bóka alla tíma fyrir fram á netinu, með e-mail eða með því að hringja.

Karting Las Americas

Staðsett við hraðbrautina fyrir ofan Fanabe: Carretera General Fanabe, 38670. Beygt út af hjá Salida 78.

Gokart braut á Tenerife
Karting Las Americas

Minigolf

Það eru margir minigolfvellir á Tenerife. Til dæmis er einn við Fanabe-ströndina og mörg okkar hafa prófað minigolfið við Parque Santiago (á Laugaveginum). Einn flottasti minigolf völlurinn er samt VIVO fjársjóðseyjan á Amerísku ströndinni.