Rafhlaupahjól

Rafhlaupahjól

Það er hægt að leigja rafhlaupahjól til að skutlast stuttar vegalengdir. Til að geta notað þessa þjónustu þarf bara að sækja appið frá Superpedestrian. Síðan er appið notað til að skanna hlaupahjól og þá er hægt að fara af stað.

Fyrirtækið mælir með að fólk noti alltaf hjálma, til að koma í veg fyrir alvarleg slys.

Það er 18 ára aldurstakmark. Aðeins 1 manneskja má vera á hverju hlaupahjóli.