Óvenjulegir gististaðir

Óvenjulegir gististaðir

Hefur þig einhvern tímann dreymt um að prófa sígaunalíf og gista við afskekkta strönd? Vera langt frá öllum túristum og vakna úti í náttúrunni? Nú hefurðu tækifæri til þess, með þessum óvenjulegu gististöðum á Tenerife.

Lífsstíllinn á Tenerife býður upp á mikla útiveru. Það er þess vegna engin þörf á að eyða miklum pening í hótel ef þessi lífsmáti heillar. Enda fer enginn til Tenerife til að hanga inni.

Hér eru nokkur dæmi af bókunarsíðunni Booking. Oftast er í boði að bóka strax og borga seinna.

1. Graffiti húsbíllinn

Nýr gististaður á hverju kvöldi (ef þið viljið). Frábær leið til að kynnast Tenerife betur.

 1. Einkunn gesta: 9,8
 2. Svefnpláss fyrir 2
 3. Baðherbergi með sturtu

Dæmi um verð fyrir viku: 63.000-70.000. Nánari upplýsingar hér.

2. Hvelfingin Domo Volcano

Hvelfingin er í Arafo á norðaustur Tenerife, rétt hjá Candelaria. Höfuðborgin Santa Cruz er stutt frá.

 1. Einkunn gesta: 9,6
 2. Svefnpláss fyrir 2
 3. Baðherbergi með sturtu
 4. Sundlaug með útsýni

Dæmi um verð fyrir viku: 160.000. Nánari upplýsingar hér.

3. Discovery Tenerife II

 1. Einkunn gesta: 9,5
 2. Svefnpláss fyrir 1-2

Dæmi um verð fyrir viku: 39.000-44.000. Nánari upplýsingar hér.

4. Húsbíllinn Draumaland

 • Einkunn gesta: 9,6
 • Svefnpláss fyrir 3
 • Baðherbergi með sturtu

Dæmi um verð fyrir viku: 80.000-89.000. Nánari upplýsingar hér.

5. Hylkjahótel

Matrix upplifun. Staðsett fyrir norðan, í Puerto de la Cruz; borg sem er mælt með að heimsækja.

Hylkið er læst einkarými. Þar er allt sem þarf til að hvíla sig, hlaða símann, vafra á netinu eða horfa á mynd.

 • Einkunn gesta: 8,2
 • Svefnpláss fyrir 1-2
 • Sameiginlegt baðherbergi

Verð fyrir nóttina er um 6.000 á mann. Nánari upplýsingar hér.

6. Bátagisting í Sirio

Sirio er staðsettur í San Miguel de Abona, rétt hjá Amarilla golfvellinum á suðurhluta Tenerife.

 • Einkunn gesta: 9,5
 • Svefnpláss fyrir 6
 • 3 svefnherbergi
 • Eldhús
 • Bar
 • 70 fermetrar

Dæmi um verð fyrir viku: 173.000-410.000, fer eftir gestafjölda. Nánari upplýsingar hér.

7. Slökkvibíllinn

 • Einkunn gesta: 9,7
 • Svefnpláss fyrir 2

Dæmi um verð fyrir viku: 108.000. Nánari upplýsingar.