Uppskeruhátíð San Andrés

Uppskeruhátíð San Andrés

Í lok nóvember er hátíðin La Fiesta de San Andrés, þar sem víngerðarfólk sýnir afrakstur sinn með matarveislu og vínsmökkun. Hátíðin fer fram í nokkrum bæjum á Norður-Tenerife. Þar á meðal í Puerto de la Cruz, La Orotava, Icod de Los Vinos, San Juan de La Rambla, og La Guancha.

Bæir sem hátíðin er venjulega haldin í eiga það sameiginlegt að hafa brattar brekkur, svo þátttakendur (oftast strákar og ungir karlar) geti rennt sér niður götur á vaxbornum trébrettum. Það er vísan í það þegar víntunnur voru dregnar eftir götunum þegar víngerð var lokið.

Uppskerulokum fagnað (Mynd: El periodico de ycoden daute)