Auditorio de Tenerife

Auditorio de Tenerife

Ein fallegasta bygging Kanaríeyja er tónlistarhúsið í höfuðborginni Santa Cruz. Þar eru reglulega haldnir tónleikar, óperur, danssýningar og fleira. Þegar karnivalið stendur yfir eru líka margir viðburðir haldnir í tónlistarhúsinu.

Við mælum með skoðunarferð hingað, hvort sem tilefnið er að fara á viðburð, skoða arkitektúr byggingarinnar eða njóta útsýnisins frá kaffihúsinu í tónlistarhúsinu.

Nánari upplýsingar um bygginguna, viðburði og fleiri myndir er að finna hér.