Bestu hótelin á Tenerife?

Það er oft spurt hvar bestu hótelin á Tenerife eru. En vegna fjölda góðra hótela, með mismunandi áherslur, getur verið svolítið snúið að svara því. Gæði þjónustu geta verið mismunandi milli mánaða og svo geta aðrir gestir haft neikvæð eða jákvæð áhrif á upplifunina. En samt sem áður eru nokkur hótel sem fá aftur og aftur bestu meðmæli gesta. Hér eru nokkur þeirra.
Einkunnagjöf og meðmæli er hægt að skoða á vef Booking.com með því að smella á hverja mynd.
Vinsæl hótel í Adeje – Með 9 eða meira í einkunn gesta
Þessi hótel hafa skorað hátt hjá gestum ár eftir ár. Þau eru öll á einum vinsælasta áfangastað Tenerife, Adeje, sem er næsta svæði við hliðina á Amerísku ströndinni. Og til viðbótar þá eru þessi hótel vottuð umhverfisvænni en önnur.
Fyrst koma hótel sem eru alveg við ströndina, síðan þau sem eru lengra frá.
Smellið á myndirnar til að fá nánari upplýsingar um hvert hótel eða til að athuga hvort það sé laust herbergi. Þá opnast nýr gluggi á vef Booking.