Snekkja, búbblur og bjór

Hvernig hljómar sigling á snekkju með búbblum og bjór?
Það er fjölbreytt afþreying í boði á Tenerife og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Eitt af því er að skella sér í snekkjusiglingu með góðum hópi. Það er bæði hægt að velja siglingar með ókunnugum eða með því að leigja einkasnekkju fyrir ykkar hóp.
Í öllum ferðunum eru drykkir og létt nasl í boði. Það eru salerni um borð og nóg af sætum. Í þessum ferðum er siglt frá Puerto Colón í Adeje og annað hvort meðfram strandlengjunni á suðvestur Tenerife eða út á sjó í áttina að La Gomera (eyjunni sem sést frá ströndinni).
Flestir farþegar ná að sjá höfrunga og hvali í ferðunum. Oftast er líka hægt að prófa snorkl (grunnköfun) og að synda í sjónum. Það er hægt að ná æðislegum myndum, meðal annars af strandlengju Tenerife fyrir utan Adeje og Los Gigantes.
Örugg bókunarsíða
Ferðirnar hér eiga það sameiginlegt að hafa fengið best meðmæli frá þeim sem hafa prófað þær. Hægt er að panta ferð með því að smella á myndirnar, sem eru tengdar öruggu bókunarkerfi Viator.
Nánari lýsing á hverri ferð er hér fyrir neðan. Á bókunarsíðunni er hægt að sjá verð og nánari upplýsingar (á ensku). Hafið samband við þjónustuaðila í gegnum Viator-bókunarsíðuna til að spyrja um björgunarvesti fyrir börn og annað sem ekki kemur fram í lýsingu.
Snekkjusigling með búbblum og bjór

- 3 tímar
- 4,5 ⭐
- Fer frá Puerto Colón (Adeje)
- Snekkjan rúmar 12 manns
- Höfrunga- og hvalaskoðun
- Snorkl (grunnköfun) fyrir þau sem vilja
- Úrval af drykkjum (m.a. léttvín og bjór)
- Létt snarl (hægt að óska eftir grænmetisfæði)
- Ókeypis afpöntun (minnst 24 klst fyrir brottför)
- Hægt að panta núna og borga seinna
Siglt inn í sólsetrið

- 3 tímar
- 4,8 ⭐
- Fer frá Puerto Colón (Adeje)
- Skutlþjónusta (Adeje-Ameríska-Los Cristianos-la Caleta o.fl.)
- Höfrunga- og hvalaskoðun
- Þráðlaust net & loftkæling um borð
- Úrval af drykkjum (m.a. léttvín og bjór)
- Tapasréttir
- Ókeypis afpöntun (minnst 24 klst fyrir brottför)
- Hægt að panta núna og borga seinna
Prívat snekkja

- 3 tímar
- 5 ⭐
- Fer frá Puerto Colón (Adeje)
- Hægt að bóka fyrir allt að 10 manns
- Snorkl og sund í fallegum afskekktum flóa
- Höfrunga- og hvalaskoðun á milli Tenerife og La Gomera
- Siglt meðfram strandlengju Tenerife
- Drykkir (m.a. léttvín, cava og bjór)
- Létt nasl (hægt að óska eftir grænmetisfæði)
- Ókeypis afpöntun (minnst 24 klst fyrir brottför)
- Hægt að panta núna og borga seinna
Hlustað á höfrunga og hvali – Öðruvísi upplifun!

- 5 tímar
- 4,9 ⭐
- 98% farþega mæla með!
- Fer frá Puerto Colón (Adeje)
- Rúmar yfir 70 manns
- Höfrunga- og hvalaskoðun hjá Los Gigantes klettunum og Masca gilinu
- Snorkl og sjósund
- Drykkir (gos, vatn, léttvín og bjór)
- Hádegismatur og ávextir
- Ókeypis afpöntun (minnst 24 klst fyrir brottför)
- Hægt að panta núna og borga seinna