Barnvæn hótel á Tenerife

Barnvæn hótel á Tenerife

Tenerife er mjög örugg eyja, rétt eins og allar Kanaríeyjarnar eru. Það er auðvelt aðgengi fyrir barnakerrur um allt, hvort sem það eru göngugötur, strendur eða skemmtigarðar. Börn á öllum aldri ættu að finna eitthvað spennandi að gera. Mörg hótel bjóða upp á afþreyingu fyrir börn og sér leiksvæði, svo foreldrarnir geti slakað á í sólinni og hlaðið batteríin.

Hér á síðunni eru ýmsar upplýsingar fyrir fólk sem er að plana ferð með börnin til Tenerife. Allt frá því hvar er hægt að leigja barnabílstóla, hvaða hótelum er best að vera á með krakka og hvernig skemmtigarðar eru á eyjunni. Það er heilmargt annað hægt að gera á Tenerife en hanga í sundlauginni.

Kíkið á þessar síður til að skoða meira: Afþreying fyrir börn; Ferðast með börn. Undir flipanum Hótel eru góðar upplýsingar um bestu hótelin fyrir barnafjölskyldur, ásamt tengli á bókunarvél þar sem er hægt að skoða verð og úrval á íslensku.

Reglur um bólusetningarvottorð og fleira er svo að finna hér.