Karnivalið á Tenerife 2023

Karnivalið á Tenerife 2023

Nú er komið að fyrsta eðlilega karnivalinu frá því 2020. Í fyrra var því frestað fram á sumar og var með einfaldara sniði en venjulega. Árið 2021 var það ekki einu sinni haldið. 2019 var stærsta karnival í sögu Tenerife, þegar um 400.000 gestir tóku þátt í aðalskrúðgöngunni. Það verður gaman að sjá hver gestafjöldinn verður í ár.

Karnivalið í höfuðborginni Santa Cruz 2023 verður haldið 20. janúar til 26. febrúar. Dagsetningar karnivalsins í öðrum borgum og bæjum Tenerife eru yfirleitt á svipuðum tíma. Hátíðin í Santa Cruz er langstærst.

Karnivalið í Santa Cruz 2023

Þema: New York

  • 21. febrúar – Aðalskrúðgangan
  • 15. febrúar – Karnivaldrottningin valin
  • 17. febrúar – Opnunarskrúðganga
Plakat fyrir karnival 2023

Hér eru nánari upplýsingar um karnivalið, dagsetningar helstu viðburða og staðsetningar. Einnig lýsing á helstu viðburðum, saga karnivalsins og myndir.