Hitabylgjuhelgi

Hitabylgjuhelgi

Núna um helgina er búist við því að hitinn fari upp í 30-33°C, nánar tiltekið á laugardagsmorgun (9. júlí) og fram á kvöld. Hitinn byrjar að hækka á föstudag og ætti að ná hámarki á laugardag. En það gæti áfram orðið óvenju heitt fram á mánudag og jafnvel þriðjudag.

Samkvæmt spánni verða geislar sólarinnar UV 11 eða extreme, sem hljómar ekki beint eins og sólbaðsveður.

Fylgist með veðurappi í símanum eða hér á síðunni, áður en þið planið einhverja útiveru. Munið svo að drekka mikið vatn og borða eitthvað salt.

Ef það var á dagskrá að kíkja í búðir þá er þetta alveg rétti tíminn til þess að vera inni í loftkældu rými. Eða þá að skoða eitthvað af söfnunum sem eru víða um eyjuna.

Hér fyrir neðan er öll spáin. Raki 65%, sterk sól og nánast logn. Það verður sem sagt heitt.

Háar tölur í öllu: Hita, raka, og UV-geislum