Vitavegurinn

Vitavegurinn

Punta de Teno er vestasti hluti Tenerife. Yst á nesinu er viti og einstakt útsýni yfir Teno-fjallgarðinn og nágrannaeyjar.

„Vitavegurinn“ Carretera del Faro er falleg leið að vitanum og hún er vinsæl bæði fyrir hjólaferðir og bíltúr. Gætið samt að því að það er búið að takmarka umferð um veginn ákveðna tíma á dag. Nánari upplýsingar hér.

Fyrir fólk sem dvelur á ferðamannasvæðinu er til dæmis hægt að fara í dagsferð að Punta de Teno með viðkomu í Masca eða Garachico.