Hvar á að byrja?

Hvar á að byrja?

Þegar komið er til Tenerife er fínt að byrja á að kynnast sínu nágrenni. Skoða hvar næsta matvörubúð er, hraðbanki og annað sem þið þurfið að nota fljótlega. Ef þið eruð að koma beint úr íslenska vetrinum, getur verið varasamt að vera mikið í sólinni fyrstu 2-3 dagana. Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga ef þið eruð að koma til Tenerife í fyrsta skipti.

Eitt það fyrsta sem fólk heyrir þegar það spyr hvað það á að gera á Tenerife, er að fara í Siam Park og Loro Parque. Vatnsrennibrautagarðurinn Siam Park hefur í nokkur ár verið valinn sá besti í heimi og Loro Parque dýragarðurinn er einn af þeim bestu líka. Það er hægt að kaupa miða í báða garðana í einu (tvíburamiða) á lægra verði en þegar keypt er í annan garðinn í einu.

Undir flipunum efst á síðunni er hægt að sjá brot af því besta sem er í boði á eyjunni. Endilega sendið okkur ábendingar um eitthvað sem mætti bæta við. Það er til dæmis hægt að senda skilaboð í gegnum Facebook-síðuna Tenerife.is eða Tenerife spjallið.