Útsölur

Útsölur

Vetrarútsölur byrja fljótlega eftir áramót hvert ár eða 7. janúar. Það er dagurinn eftir þrettándann, sem er aðaljólahátíð Tenerifebúa.

Verðlag á eyjunni er ódýrt þar sem enginn virðisaukaskattur er á Kanaríeyjum, heldur lágur söluskattur. Launakostnaður er líka mikið lægri en á Íslandi, sem skilar sér út í verðlagið. Þegar útsölurnar byrja getur fólk því gert mikið betri kaup en annars staðar í Evrópu.

Útsölur og afsláttadagar eru merkt Rebajas, sem þýðir einfaldlega útsala. Ef þið sjáið merkingar með Grandes rebajas þá er það enn meiri verðlækkun.