Uppáhald krakkanna

Uppáhald krakkanna

Barnamatseðlar á veitingastöðum eru oft jafn einhæfir og í öðrum löndum; kjúklinganaggar, litlar pizzur og hamborgarar. En það er alveg hægt að finna staði sem vanda sig betur við gerð barnamatseðla og við höfum fengið ábendingar um nokkra góða á ferðamannasvæðinu. Staðurinn sem er oftast mælt með er Chill-Out við Vistas-ströndina. Aðrir staðir eru til dæmis Lucky 7’s í Fañabe og Spice Garden.

Við viljum endilega fá að heyra frá fleirum, svo ef þið hafið prófað stað sem börnin voru mjög ánægð með þá megið þið endilega senda okkur skilaboð á Facebook-síðu okkar eða hér. Þessir staðir eru komnir á lista hjá okkur.