Gönguferðir á Tenerife

Gönguferðir á Tenerife

Veðráttan á Tenerife býður upp á einstaka möguleika til útiveru allt árið um kring. Hvort sem fólk er í langri eða stuttri heimsókn á Tenerife, mælum við með að kanna einhverjar af fjölmörgum gönguleiðum sem eru á eyjunni. Nokkrar styttri leiðir eru í alfaraleið en svo er hægt að fara í göngur með leiðsögumanni.

Vilaflor

Ein af vinsælustu gönguleiðunum er frá bænum Vilaflor að sandsteinsklettunum.

Rambla de Castro

Þessi gönguleið er á Norður-Tenerife, hjá Los Realejos.

Leiðirnar eru miserfiðar, allt frá léttum göngum upp í göngur sem krefjast meiri færni og búnaðar. Hér eru meiri upplýsingar um gönguleiðir á Tenerife.