Masca – Týnda þorpið
Ein af vinsælustu skoðunarferðunum um eyjuna er ferð niður í Masca gilið. Flestir fara á bíl en það eru líka rútuferðir og hjólaferðir í boði þangað. Það er samt ekki fyrir hvern sem er að sitja í rútu á leiðinni niður hlykkjóttann veginn sem liggur þangað.
Þetta smáþorp var innilokað í djúpu gili öldum saman og það var eingöngu hægt að komast að því gangandi. Sagan segir að sjóræningjar hafi haldið til í þorpinu.
Masca gilið er einnig vinsæl gönguleið og þá er annað hvort gengið niður gilið eða komið upp frá sjónum. Hér er hægt að lesa meira um sögu Masca.