La Laguna

La Laguna

Á Norður-Tenerife er fyrrum höfuðborg Tenerife, La Laguna. Borgin er á heimsminjaskrá UNESCO.

Þar er að finna byggingar frá 15. öld. Í gamla bænum eru litríkar byggingar og úrval af veitingastöðum og kaffihúsum. Flestir kannast við La Laguna vegna verslunarmiðstöðvarinnar Alcampo og útivistarkeðjunnar Decathlon, sem eru nálægt höfuðborginni Santa Cruz.

Svarthvíta myndin sýnir borgina árið 1880.

La Laguna er fyrrum höfuðborg Tenerife og þar er að finna ótal söfn, meðal annars stjörnufræði-, tækni- og vísindasafn, og safn um sögu Tenerife. Hér er hægt að lesa meira um sögu La Laguna og áhugaverða staði sem þar er að finna.